Loftnets- og gervihnattabúnaður

Við sjáum um uppsetningu og sölu á loftnets- og gervihnattabúnaði fyrir heimili og fyrirtæki. Upprunalega var fyrirtækið stofnað í kringum þessa þjónustu og höfum við því margra ára reynslu á bakinu í slíkum uppsetningum.

IP myndeftirlitskerfi

Við bjóðum uppá IP myndeftirlitskerfi fyrir einstaklinga og allar stærðir af fyrirtækjum. Um er að ræða alhliða ráðgjöf, uppsetningu, rekstur og þjónustu við slík kerfi. Við erum endursöluaðilar fyrir margvíslegar lausnir og aðstoðum okkar viðskiptavini við val á rétta búnaðinum.

Hótelkerfi

Við bjóðum uppá sérhæfðar sjónvarpslausnir fyrir hótel og gistiheimili. Um er að ræða alhliða ráðgjöf, uppsetningu, rekstur og þjónustu við slík kerfi. Við erum endursöluaðilar fyrir Triax headend lausnir sem gerir okkur kleift að nýta undirliggjandi tengingar.