Við bjóðum uppá hljóðkerfi fyrir fjölmargar gerðir af fyrirtækjum svo sem hótel, veislusali, veitingastaði og fundaraðstöður hjá stærri fyrirtækjum. Um er að ræða alhliða ráðgjöf, uppsetningu, rekstur og þjónustu við slík kerfi. Við erum endursöluaðilar fyrir margvíslegar lausnir og aðstoðum okkar viðskiptavini við val á rétta búnaðinum.

Okkur hafði lengi þótt vera pláss á markaðnum fyrir hagkvæmar hljóðkerfislausnir sem þó skila vönduðum gæðum og bjóðum við uppá akkúrat það. Vörurnar sem við notumst við eru vandaðar og frá viðurkenndum framleiðendum en verðið mun koma þér skemmtilega á óvart. Starfsmenn okkar hafa mjög langa og mikla reynslu í uppsetningu og rekstri hljóðkerfa og geta hjálpað þér að finna það sem þig vantar.

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um hljóðkerfin okkar og tilboð í þitt verk.