IP myndeftirlitskerfi

Við bjóðum uppá IP myndeftirlitskerfi fyrir einstaklinga og allar stærðir af fyrirtækjum. Um er að ræða alhliða ráðgjöf, uppsetningu, rekstur og þjónustu við slík kerfi. Við erum endursöluaðilar fyrir margvíslegar lausnir og aðstoðum okkar viðskiptavini við val á rétta búnaðinum.

Okkar lausnir eiga það sameiginlegt að vera nettengdar myndavélar með miðlægum netþjóni sem safnar upptökunum. Flestallar myndavélarnar sem við bjóðum uppá eru með hágæða upptöku og eru þær með misjöfnum upptöku eiginleikum t.d. útivélar, innivélar, 360° upptaka o.fl. Margar af lausnunum okkar bjóða uppá þá nýjung að tengjast með snjallsíma/spjaldtölvu og horfa á upptökur í rauntíma eða eldri upptökur.

Hafðu samband og fáðu tilboði í þitt verk

Tækniþjónusta Suðurlands ehf.

Sími: 777-1333
Auðbrekka 2
200 Kópavogur, Ísland