Öryggiskerfi
Við erum þjónustu- og endursöluaðilar fyrir öryggiskerfi Ólaf Gíslason & co. ehf. (Eldvarnarmiðstöðin). Lausnirnar sem við bjóðum uppá eru í öllum stærðarflokkum og henta því jafnt heimilum sem og fyrirtækjum. Um er að ræða alhliða ráðgjöf, uppsetningu, rekstur og þjónustu við slík kerfi. Við aðstoðum okkar viðskiptavini við val á rétta búnaðinum.
Eldvarnarmiðstöðin er umboðsaðili fyrir Jablotron þráðlausu öryggiskerfin. Þeirra lausnir innihalda allar gerðir af skynjurum og vönduð stjórnborð.
Við bjóðum þá þjónustu að forrita kerfin fyrir uppsetningu. Til að hægt sé að framkvæma það þarf viðskiptavinurinn að koma með símkort sem nota á, lykilorð, hvaða boð eigi að senda og í hvaða símanúmer.